Í kvöld er þriðja Febrúarflugukvöldið þetta árið í Árósum, Dugguvogi 13 kl. 20:00 og það má teljast skemmtileg tilviljun að seinni partinn í dag datt 300. flugan inn í átak ársins.
Í kvöld ætlar Kjartan Antonsson að leiða gesti um leyndardóma Zeldu, þ.e. flugunnar í Árósum og eflaust detta einhverjar flugur inn á hópinn á Facebook í lok kvöldsins því það verður örugglega hnýtt eitthvað á hliðarlínunni eins og venjulega.