Flýtileiðir

Febrúarflugukvöld 19. febrúar

Þriðja Febrúarflugukvöld ársins verður nú á mánudaginn í Árósum Ármanna að Dugguvogi 13. Að þessu sinni mun Kjartan Antonsson, höfundur Zeldu heimsækja okkur en sú fluga var trúlega mest á milli tanna bæði fiska og manna á liðnu ári. Saga Zeldu er nokkuð lengri en margir vilja halda, flugan var fyrst reynd árið 1999, en þá hafði Kjartan gengið með hugmyndina að henni í kollinum í einhver ár.

Kjartan Antonsson með vænan fisk sem auðvitað tók Zeldu

Þátttakendur í Febrúarflugum eru sérstaklega hvattir til að mæta með hnýtingagræjurnar með sér og smella í eins og eina eða fleiri flugur á milli þess sem þeir geta fylgst með Kjartani á skjánum. Auk þess eru allir áhugamenn um flugur og fluguhnýtingar ævinlega velkomnir til að fylgjast með því sem um er að vera á staðnum. Veðurútlitið ætti ekki að skemma fyrir, hitatölur í kortunum og skaplegt veður almennt.

Sem sagt; Mánudagskvöld kl.20 í Árósum, Dugguvogi 13.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com