Það sem af er Febrúar hafa 222 flugur verið lagðar fram í átakinu og það stefnir í metfjölda þetta árið ef fram fer sem horfir. Það er líka eftirtektrarvert að á bak við allar þessar flugur stendur 41 hnýtari og þar með er þegar slegið fyrra met sem var 38.
Aðstandandi Febrúarflugna er í skýjunum yfir þessari þátttöku og þakka þessar gríðarlega góðu undirtektir.
Eins og venjulega eru flugurnar færðar reglulega yfir í eitt safn á FOS.IS sem má nálgast hérna.
Senda ábendingu