Vesturröst styrkir Febrúarflugur

Síðasti, en ekki sísti styrktaraðilinn sem við kynnum hefur stutt við Febrúarflugur frá upphafi. Vesturröst hefur í gegnum árin stutt dyggilega við bakið á Febrúarflugum og þetta árið verður engin undantekning á. Það má segja að stuðningurinn hafi verið jafnt á borði sem í orði, því utan veglegra styrkja verslunarinnar, hafa starfsmenn verslunarinnar verið sérlega duglegir að vekja athygli á Febrúarflugum við viðskiptavini sína.
Vesturröst hefur allt frá árinu 1957 verið ein helsta veiðivöruverslun landsins og þar bjóðast heimsþekktar stangaveiðivörur, svo sem; Orvis, Airflo, Royal Wulff, Shimano, Daiwa o.fl.
Það er væntanlega ekki á neinn hallað þegar því er haldið fram að Vesturröst bíður upp á eitt mesta úrval hnýtingarvara hér á landi enda eru unnendur flugna og fluguhnýtinga eins og gráir kettir í versluninni um leið og fréttist af einhverju nýju og spennandi.
Að þessu sinni leggur Vesturröst til gjafakort fyrir hnýtingarvörum sem viðurkenningu fyrir þátttökuna í Febrúarflugum, eitthvað sem örugglega kemur sér vel eftir að hafa lagt fram sæg af flugum í mánuðinum.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com