Febrúarflugurnar hafa heldur betur farið vel af stað. Fyrstu átta dagana komu fram 112 flugur frá 30 hnýturum og síðustu styrktaraðilarnir voru að detta í hús með vegleg framlög til viðurkenninga til handa heppnum hnýturum átaksins. Ekki má heldur gleyma öllum þeim sem fylgjast með átakinu, en þar hefur heldur betur bæst í hópinn því þegar eru 140 einstaklingar að fylgjast með á Facebook og þeir hafa aldrei verið fleiri.
Febrúarflugurnar eru ekki aðeins á Facebook, þær eru einnig færðar reglulega inn á FOS.IS, sjá hér.
Eins og hér hefur verið kynnt þá hafa 10 fyrirtæki og einstaklingar lagt að mörkum einstaklega glæsilegar viðurkenningar sem veittar verða heppnum hnýturum á lokakvöldi Febrúarflugna sem verður 28. febrúar í Árósum, félagsheimili Ármanna að Dugguvogi 13. Við þökkum öllum þessum aðilum kærlega fyrir stuðning þeirra og velvild til átaksins.










Senda ábendingu