Vefverslunin Sunray styrki Febrúarflugur nú í annað skiptið. Verslunin sérhæfir sig í efni til túpuhnýtinga; plaströr, málmbúka, keiluhausa, hár og króka.

Að þessu sinni ætlar Sunray.is að gefa einhverjum heppnum Magic Quills gervi fanir til hnýtinga. Strimlarnir eru með límbornu neðra byrgði þannig að það situr vel á búk flugunnar á meðan unnið er með það áður en lakkað er yfir það með hefðbundnu lakki eða UV lakki sem eykur virkni efnisins til muna. Strimlarnir koma í þremur breiddum; Small, Medium og Large. Í hverjum pakka eru 20 strimlar sem hver um sig er 10 sm. langur.
Hægt er að kynnast Magic Quills nánar í þessu myndbandi:
Senda ábendingu