Flugubúllan hefur styrkt Febrúarflugur undanfarin tvö ár, þ.e. alveg frá stofnun Flugubúllunnar. Upphaf fyrirtækisins má rekja til lítillar vefverslunar með flugur sem nokkrir æskufélagar stofnuðu árið 2015, en síðan hefur þessi vefverslun stækkað svo um munar. Vöruúrvalið hefur teygt sig til nær allra vara sem tengjast stangveiði og fer ekki aðeins fram á vefnum því í lok árs 2017 var opnaði Flugubúllan verslun að Hlíðarsmára 13 í Kópavogi.
Í dag er Flugubúllan umboðs- og dreifingaraðili á Íslandi fyrir mörg markaðsleiðandi vörumerki heims, s.s. Guideline, UMPQUA, Fulling Mill og Wychwood.
Einn af hornsteinum Flugubúllunnar hefur verið Flextec vörumerkið og það fer því vel á því að Flugubúllan leggur til Flextec XRD44 9 feta stöng #7/8 sem viðurkenningu til einhvers heppins þátttakanda í Febrúarflugum þetta árið.