Nýr styrktaraðili Febrúarflugna er vefverslunin Mistur. Þótt Mistur bjóði ekki upp á stangveiðivörur, þá henta vörurnar sérstaklega vel veiðimönnum sem umhugað er um náttúruna því allar eru vörurnar umhverfisvænar og koma í stað annarra óumverfisvænni vara.
Mistur sérhæfir sig í vörum til hversdagsnota á viðráðanlegu verði, umbúðum fyrir nestið í veiðiferðina, kaffimálum úr bambus og stálbrúsum fyrir kaffið eða svaladrykkinn.
Það verður einhver heppinn hnýtari sem fær Qwetch stálbrúsa, Bee‘s Wrap samlokuörk og Keep leaf samlokupoka sem viðurkenningu fyrir þátttökuna á lokakvöldi Febrúarflugna 28. febrúar.
Senda ábendingu