Nýr styrktaraðili Febrúarflugna er veiðiverslunin Langskeggur. Langskeggur hefur um árabil selt vörur Tempel Fork Outfitters á Íslandi, flugustangir, fluguhjól og línur. Temple For Outfitters hafa um árabil notið samstarfs við marga af þekktustu fluguveiðimönnum heims við hönnun TFO stanga og hjóla. Þeirra á meðal eru m.a. Lefty Kreh og Gary Loomis, einstaklingar sem hafa haft mikil áhrif á útbreiðslu fluguveiði í yfir 50 ár.
Flugulínur TFO eru hannaðar og framleiddar í samstarfi við Cortland og saman hefur þeim tekist að framleiða hágæða flugulínur á viðráðanlegu verði.
Langskeggur styrki Febrúarflugur þetta árið með því að leggja til BVK #4 8,6 feta flugustöng í fjórum pörtum sem hentar frábærlega í straumvötn og í alla vatnaveiði. Stöngin er aðeins 76 grömm að þyngd og það verður einhver heppinn hnýtari sem eignast hana á lokakvöldi Febrúarflugna þann 28. febrúar.