Á fyrsta Febrúarflugukvöldinu þann 5. febrúar verða galdrar og goðsagnir í fyrirrúmi. Dýrfirðingurinn Jón Aðalsteinn Þorgeirsson ætlar að leiða gesti Febrúarflugna í allan sannleik um hinar víðfrægu flugur sínar Galdralöpp og Mýtuna. Jón Aðalsteinn hefur lengi lagt mikið upp úr einfaldleik flugna, notar eins fá hráefni og honum er frekast unnt í flugurnar og helst má ekki taka lengri tíma en 3 mínútur að hnýta hverja þeirra.

Galdralöppin hefur fylgt fluguveiðimönnum frá því skömmu eftir síðustu aldamót og þessi fluga hefur fyrir löngu sannað sig. Mýtan gefur systur sinni ekkert eftir og er afburða þurrfluga sem leynist í mörgum fluguboxum landsmanna, þótt þeir geri sér ekki endilega grein fyrir heiti hennar eða uppruna.

Hnýtingar Jóns Aðalsteins njóta alltaf athygli, eins og sjá má

Það verður fróðlegt að fylgjast með Jóni Aðalsteini á mánudagskvöldið og heyra sögu þessara flugna og læra handbragðið af höfundinum sjálfum.

Að sjálfsögðu eru allir velkomnir á Febrúarflugukvöldin sem eru í boði Ármanna í félagsheimili þeirra, Árósum, Dugguvogi 13. Húsið opnar stundvíslega kl.20:00

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.