Þetta árið er það þriðja í röð sem Stangaveiðifélagið Ármenn styður við Febrúarflugur með myndarlegum hætti. Ármenn eru elsta, og enn þann dag í dag, eina almenna fluguveiðifélagið á landinu.

Félagið var stofnað árið 1973 og hefur frá þeim tíma haft að leiðarljósi að að auka hróður þeirrar íþróttar að veiða vatnafisk á flugu, efla virðingu veiðimanna fyrir íslenskri náttúru og hvetja til góðrar umgengni, hófsemi við veiðar, háttvísi á veiðislóð, auk ýmislegs annars. Nánari upplýsingar um félagið má finna á heimasíðu þess, armenn.is auk þess að Ármenn deila fréttum af starfi sínu einnig á Facebook.

Félagsstarf Ármanna fer að mestu fram í félagsheimili þeirra, Árósum, sem er í Dugguvogi 13 í Reykjavík. Þar hittast félagsmenn og gestir þeirra á mánudagskvöldum frá því snemma vetrar og fram til vors, hnýta flugur og skeggræða nýjungar og aðferðir við fluguhnýtingar. Ármenn munu þetta árið, rétt eins og síðasta ár, leggja til félagsheimili sitt og starfskrafta á mánudögum fyrir Febrúarflugur. Félagsheimilið verður opið öllum þeim sem vilja hnýta flugur í góðum félagsskap, kynnast nýjum flugum og hitta aðra áhugamenn um flugur og hnýtingar. Í fyrra mættu reglulega á bilinu 35 – 55 manns á þessi Febrúarflugukvöld í Árósum og auðvitað er vonast eftir svipaðri eða enn betri mætingu þetta árið.

Fyrsta Febrúarflugukvöldið verður mánudaginn 5. febrúar í Árósum, Dugguvogi 13 og hefst stundvíslega kl.20:00. Allir þátttakendur í Febrúarflugum eru boðnir velkomnir, sem og aðrir áhugamenn um flugur og fluguhnýtingar.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.