Flýtileiðir

Með síðasta flóðinu

Það var ekki laust við að maður yrði var við ákveðinn létti hjá höfundum bókarinnar um Selá í Vopnafirði þegar hana bar að landi í jólabókaflóðinu nú um daginn. Því miður var lengi vel útlit fyrir að engin veiðibók kæmi út fyrir þessi jól, en elja og atorka þeirra félaga, Guðmundar Guðjónssonar og Einars Fals náði bókinni í land fyrir jólin.

Bókin er ekki ósvip systrum sínum sem þegar hafa komið út, bókunum um Laxá í Kjós, Langá, Grímsá/Tunguá og Þverá/Kjarrá. Af orðum höfunda má síðan lesa að í bígerð eru tvær bækur til viðbótar í þessum flokki og munu þær fjalla um Vesturdalsá og Hofsá.

Bókin um Selá í Vopnafirði er glæsileg bók eins og þeirra félaga er von og vísa og þess má geta að hún kemur út á íslenskur og ensku, þannig að hér er á ferðinni glæsileg gjöf til innlendra og erlendra veiðimanna.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com