Að vanda bíður urriðinn á Þingvöllum upp í dans í október og þetta árið verður engin undantekning frá reglunni. Að þessu sinni verður 14. október partýdagur á Þingvöllum, veislustjóri verður að vanda Jóhannes Sturlaugsson og um skemmtiatriði sjá urriðar af ísaldarstofni.

Skemmtunin hefst klukka 14 á bílastæði P5, þar sem Valhöll stóð og gengið verður með bökkum Öxarár upp undir Drekkingarhyl þar sem nokkrir höfðingjar árinnar verða hafði til sýnis og um þá fjallað.