Örlitlar tilfæringar hafa verið gerðar á valmynd síðunnar til að rýma fyrir nýju efni og vonandi gera vafur um síðuna markvissara. Undir valkostinum Ýmislegt hefur verið safnað saman ýmsum töflum og upplýsingum sem áður voru dreifðar um valmyndina. Þangað fluttist meðal annars Dagatalið og nýtt safn Laga og reglna sem tengjast veiði og veiðifélögum. Þá hafa Vefritin einnig flutt sig um set og eru nú undir Tenglunum.

Til gamans má geta þess að það sem af er árs hafa 14.500 aðilar heimsótt síðuna rétt rúmlega 95.000 sinnum, meðal annars til að lesa þær 165 greinar ársins sem þegar hafa birst.