Það safnast alltaf eitthvað í reynslubanka þeirra sem reyna eitthvað nýtt. Að þessu sinni höfum við bætt enn einu vatni hér inn á síðuna; Kvíslavatni á Sprengisandi.

Kvíslavatn er ekki gamalt vatn en margir veiðimenn hafa lagt leið sína í vatnið frá því það tók á sig sína fyrstu mynd á níunda áratug síðustu aldar. Vatnið hefur tekið nokkrum eðlis- og útlitsbreytingum frá þeim tíma og sitt sýnist hverjum um þær breytingar.
Í umfjöllum um vatnið má finna nokkuð nákvæmt kort af vatninu og þekktum veiðistöðum í því, ásamt yfirlitskorti af Kvíslaveitum í heild sinni. Jafnframt má þar finna tengil á kynningarefni um veiði á Holtamannaafrétti frá árinu 2011. Umfjöllunina má finna með því að smella hér.