Það vantar yfirleitt ekki varnaðarorð til veiðimanna um hitt eða þetta og litlu við þau flest að bæta. Það er því með mikilli ánægju sem hér verða sett fram nokkrar minna þekktar staðreyndir sem gefa til kynna skort á veiðiferðum.

Þú lítur ekki út eins og þvottabjörn – Ef þú hefur ekki áunnið þér náttúruleg gleraugnaför eftir sumarið, þá er það örugg vísbending um að fjöldi veiðidaga hefur verið langt innan ásættanlegra marka.

Það var þarna um daginn – Ef veiðisögurnar þínar í sumar hafa byrjað á óræðum tímasetningum í stað; Í gær… eða það sem er enn betra; Í morgun… þá hefur þú ekki farið nógu oft í veiði.

Óþarfa myndir á Facebook – Ef veiðimyndir eru ekki í meirihluta allra þinna mynda á Facebook, þá er það vísbending um of fáar veiðiferðir. Fyrir hverja ættarmótsmynd ættu að vera í það minnsta tvær veiðimyndir. Göngutúrar án veiðistangar teljast ekki lögmætar veiðiferðir.

Bíllinn þinn er hreinn – Ef bíllinn þinn er svo hreinn að ekki einn einasti farþegi fitjar upp á trýnið, þá hefur hann ekki lent í nægjanlegu slarki í sumar. Ergo: skortur á veiðiferðum.

Engin táfýla – Ef engar kvartanir hafa borist yfir táfýlunni úr geymslunni þinni, þá hafa vöðlurnar ekki verið hreyfðar nægjanlega mikið í sumar. Eina undantekningin er ef þær hafi slitnað upp til agna og endað í ruslinu.

fos_plagur

Almenn leiðindi og óþol fyrir stjórnmálum – Ef það ber á almennum leiðindum í þínu fari og óþoli fyrir stjórnmálum, þá hefur þú ekki farið nægjanlega oft í veiði. Ásættanlegur fjöldi veiðiferða veitir veiðimanninum þvílíka hugarró að ástand heimsmála og framkoma stjórnmálamanna ættu ekki að skipta hann neinu máli.

Meira en helmingurinn eftir í fluguboxinu – Alvarlegasta vísbendingin um að fjöldi veiðidaga hefur ekki verið nægjanlegur er þegar fluguboxið er enn hálf-fullt. Hefur þú eitthvað hugsað fyrir því hvað þú ætlar að hafa fyrir stafni næsta vetur? Drífðu þig nú út að veiða þannig að þú hafir eitthvað að hnýta næsta vetur.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.