Um daginn hafði ég spurnir af því frá góðum félaga mínum að út væri komin bók um Veiðivötn á Landmannaafrétti. Ekki grunaði mig þvílíkt rit þetta væri fyrr en ég handlék þessi tvö bindi sem um var rætt á verði sem er í engu samræmi við innihaldið; 8.500,- kr. fyrir þetta verk er gjöf, ekki gjald.

Ég væri að skrökva ef ég héldi því fram að ég væri búinn að lesa bæði bindin. Samtals eru ritið 910 bls. í tveimur veglegum bindum, prýddar fjölda mynda, bráðskemmtilegra frásagna og upplýsinga um Veiðivötn á Landmannaafrétti. Það tekur mig trúlega einhverjar vikur að drekka í mig þann fróðleik sem bækurnar geyma.

Að sögn hóf höfundur ritsins, Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún að safna efni í það árið 1984 samhliða daglegum störfum sínum, en frá 2012 hafa allir kraftar hans farið í að draga efnið saman í það mikla rit sem komið er nú út. Sú vinna hefur farist honum vel úr hendi, af því að dæma sem ég hef þegar lesið og gluggað í. Efnistök bókarinnar spanna allt frá jarðsögu svæðisins frá síðustu ísöld til okkar daga, sögu staðarins frá Landnámsöld, horft til framtíðar með tilliti til náttúrverndar, auk þess sem lífríki svæðisins eru gerð góð skil.

Það fer vel á því að óska unnendum svæðisins og síðast en ekki síst höfundi til hamingju með þetta mikla rit, þetta er fágætur og fallega fram settur fróðleikur sem hér birtist og ætti að vera sjálfsögð lesning þeim sem unna Veiðivötnum og náttúru Íslands almennt.

Eins og áður segir kostar ritið einungis 8.500,- kr. og er til sölu á Selfossi í Árvirkjanum, Veiðivon í Reykjavík, Söluskálanum við Landvegamót, í Mosfelli á Hellu og í Fóðurblöndunni á Hvolsvelli.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.