Það eru ekki aðeins vöðlurnar sem gefa reglulega upp andann í mínum meðförum. Vöðluskórnir fá reglulega að kenna á eggjagrjóti og löngum göngutúrum. Gömul tugga, en ég er óttaleg kuldaskræfa og því voru fyrstu vöðlurnar mínar neoprene vöðlur með áföstum stígvélum, næstu vöðlur líka og þar næstu sömuleiðis. Við erum ekki að tala um mörg ár sem það tók mig að slátra stígvélunum á þessum vöðlum, fyrir utan sauma, rassa og hné. Já, ég er böðull á vöðlur, en ég þráaðist við neoprene því ég hafði bara ekki sérlega mikla trú á öndunarvöðlum til að halda á mér hita í skítköldum vötnum landsins. Þar kom þó loks að ég gafst upp og tók til við að slátra öndunarvöðlum, hélt kannski að þær entust eitthvað betur hjá mér. En, nei það var nú ekki svo.

Uppgefnir vöðluskór
Uppgefnir vöðluskór

Með öndunarvöðlum kom nýtt vandamál inn á mitt borð, vöðluskórnir. Nú hafði ég tvennt til að misbjóða í göngutúrum; bæði vöðlum og skóm. Eftir að hafa stagað í og bætt skóna mína oftar en tölu verður á komið, neyddist ég s.l. sumar til að gefa út dánarvottorð fyrir bæði pörin mín og fór á stúfana og leitaði mér að nýjum skóm. Ég hafði augastað á ákveðinni tegund sem ég hafði lesið mér til um að hentuðu vel þeim sem væru gefnir fyrir gönguferðir, svona sambland af göngu- og vöðluskóm. Því miður reyndust þeir ekki lengur fáanlegir, hafa trúlega enst of vel og því var framleiðslu þeirra hætt. Ég leitaði því á önnur mið og skoðaði fjölda tegunda, en flestir sem voru á viðráðanlegu verði voru meira eða minna úr ofnu efni sem ég hef ekki sérlega góða reynslu af. Þeir sem voru aftur á móti aðeins verklegri voru á verði sem var nokkuð utan minna veiðilenda. Það endaði með því að ég fjárfesti í pari af ódýrum skóm til að klára sumarið, ég geri síðan aðra leit að skóm sem mér hef trú á þegar þeir hafa endað ævi sína. Hingað til hefur mín reynsla verið sú að dýrir vöðluskór endast ekkert betur hjá mér heldur en ódýrir og því gæti alveg svo farið að ég endurnýi skóna bara oftar og þá ódýrar í hvert skipti. Þetta er e.t.v. ekki sérlega gott viðhorf þegar litið er til sóunar, en kannski hafa einhverjir öflugir vöðluskór lækkað eitthvað í verði þegar ég fer næst á stúfana og þá tek ég vitaskuld tillit til þess.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.