Flýtileiðir

Fréttir og fróðleikur

Flestir veiðimenn þekkja vel til Árvíkur og þeirra vara sem fyrirtækið flytur inn og dreifir til velflestra veiðiverslana hér á landi. En á heimasíðu fyrirtækisins má finna ýmislegt annað en upplýsingar um vörur þeirra. Árni Árnason, framkvæmdastjóri hefur um árabil viðað að sér áhugaverðum upplýsingum um veiðistaði, skrifað töluvert sjálfur um veiðitengd málefni og birt lýsingar á áhugaverðum flugum á heimasíðunni.

Meðal flugna er uppskrift og hugleiðingar Árna um eigin flugu, Rjúpan. Greinin er skemmtilega krydduð frásögn af tilurð flugunnar og hugmyndum höfundar að framtíðarútfærslum hennar. Þegar Árni benti mér á þessa flugu undir lok Febrúarflugna, varð mér auðvitað hugsað til rjúpuvængjanna sem ég verkaði fyrir margt löngu og ég hef gripið í af og til undanfarin ár. Sjálfur hef ég gert nokkrar tilraunir með útfærslu þessarar flugu eins Árni hugleiddi og það verður að segjast að veiðileg er hún t.d. í útfærslu sem karri.

Rjúpan - smellið á myndina fyrir umfjöllun
Rjúpan – smellið á myndina fyrir umfjöllun

Ef áhugamenn um stangveiði vantar gáfulega dægrastyttingu, þá er um að gera að kanna það sem leynist á vef Árvíkur, þar kennir ýmissa góðra grasa.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com