Þeir sem fylgdust með nýafstöðnum Febrúarflugum tóku margir eftir hinum dularfulla styrktaraðila átaksins, sunray.is og spurðu ítrekað um þessa væntanlegu vefverslun. Nú hefur hún verið formlega opnuð og okkur finnst ekki nema sjálfsagt að upplýsa lesendur um þessa nýjustu vefverslun fluguhnýtara á Íslandi. Á bak við verslunina stendur Erlendur Steinar Friðriksson, sjávarútvegsfræðingur og annar tveggja sem standa að veiðileyfavefnum Veiðitorg.

feb2017_sunray

Vöruframboð sunray.is samanstendur af úrvali hnýtingarhárs, keiluhausa, plaströra og málmbúka eða eins og segir á síðunni; Sum málmboddýin henta sérstaklega vel fyrir Sunray, Frances, Snældu.  Við erum líka með mjög löng og skemmtileg hár sem henta í Sunray.

Það sem ég hef skoðað af þessum vörum, sýnist mér að hér séu á ferðinni vandaðar og góðar vörur á hagstæðu verði sem stenst fyllilega og er yfirleitt ódýrar en það sem finnst á erlendum vefverslunum.

Við óskum Ella Steinari góðs gengis með verslunina og þökkum honum enn og aftur fyrir stuðninginn við Febrúarflugur.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.