Á síðasta hnýtingarkvöldi Febrúarflugna og Ármanna þetta árið voru nöfn 11 heppinna hnýtara dregin út og hljóta þeir viðurkenningu fyrir þátttökuna sem styrktaraðilar átaksins lögðu til. Þeir lukkulegu og styrktaraðilar okkar voru:
Kristján Hauksson – Gjafabréf frá SUNRAY.IS
Örn Arnarson – Veiðikort
Árni Freyr Hallgrímsson – Hnýtingarvörur frá JOAKIM’S
Valdemar Friðgeirsson – Gjafabréf frá SUNRAY.IS
Sigurður Kristjánsson – Flugulína frá Flugubúllunni
Sigþór Steinn Ólafsson – Hnýtingarvörur frá JOAKIM’S
Þröstur Þorláksson – Veiðikortið
Marinó Heiðar Svavarsson – Hnýtingartaska frá Árvík
Erlingur Snær Loftsson – Veiðikortið
Hafþór Óskarsson – Hnýtingarvörur frá JOAKIM’S
Skúli Thorarensen – Gjafabréf frá Vesturröst
Árvík – Fishpond hnýtingartaska
Ármenn – Opnuðu dyr Árósa öllum þátttakendum
Flugubúllan – Rocket Floater flugulína
JOAKIM’S – Þrír hnýtingarpakkar
Veiðikortið – Þrenn Veiðikort
Vesturröst – Gjafabréf fyrir hnýtingarvörum
Vinningshafar eru beðnir um að setja sig í samband við FOS.IS með tölvupósti á fos@fos.is, með skilaboðum á Facebook eða vitja viðurkenninganna í Árósum, Dugguvogi 13 á mánudagskvöldum í mars á milli kl. 20 og 22.
FOS.IS þakkar styrktaraðilum kærlega fyrir einstaka velvild og stuðning við átakið þetta árið.