Það er ekkert lát á flugunum sem hnýtarar deila með áhugamönnum á Febrúarflugum, nú eru þær komnar upp í 219 og eflaust verða fleiri til á hnýtingar- og kynningarkvöldinu í Árósum, Dugguvogi 13 í kvöld á milli kl.20 og 22.  Auðvitað er búið að uppfæra myndasafnið hér á FOS.IS og hægt er að skoða allar flugurnar með því að smella hérna.

Það er þegar byrjað að hita undir kaffikönnunum, kexið er borið inn í bunkum og kjúkusmellir heyrast um allt höfuðborgarsvæðið þegar hnýtarar setja sig í stellingarnar fyrir kvöldið. Ingvar Ingvarsson mætir á svæðið og Flugubúllan kemur með það nýjasta úr sínum fórum. Stóra spurningin er hvort aðsóknarmetið frá því í síðustu viku verður jafnað, já eða slegið.

feb_armenn_hk3

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.