Hnýtingar- og kynningarkvöld 20. febrúar kl. 20 -22 í Árósum, Dugguvogi 13
Ingvar Ingvarsson verður á staðnum og sýnir nokkrar af sínum uppáhalds. Ingvar er ekkert annað en listamaður þegar kemur að fluguhnýtingum og verðlaunaflugur hans frá því í fyrra líða mönnum seint úr minni.
Auðvitað verður hnýtingaraðstaða í boði fyrir alla sem vilja smella í eins og eina, tvær eða fleiri flugur og það verður örugglega heitt á könnunni, eins og önnur kvöld.
Flugubúllan mætir og kynnir vöruúrval sitt, meðal annars vörur frá Wychwood, Leeda, Tacky Fly Fishing og Flextec.
Senda ábendingu