Hnýtingar- og kynningarkvöld í kvöld kl. 20 – 22 í Árósum, Dugguvogi 13
Mánudagur í febrúar og það þýðir aðeins eitt; það er hnýtingar- og kynningarkvöld í Árósum í kvöld. Að þessu sinni kemur Robert Nowak og setur í nokkrar af uppáhaldsflugunum sínum, en Robert er áhugamönnum um fluguhnýtingar að góðu kunnur frá fyrri viðburðum þar sem hann sópaði að sér viðurkenningum í fyrra, enda hafa flugur hans notið mikillar athygli hér heima og erlendis.
Auðvitað verður hnýtingaraðstaða í boði fyrir alla sem vilja smella í eins og eina, tvær eða fleiri flugur og það verður örugglega heitt á könnunni, eins og önnur kvöld.
Vesturröst verður með kynningu á sínum vörum, enda af nógu að taka þar sem hnýtingarrekkarnir í versluninni eru hlaðnir skemmtilegum vörum.
Allir velkomnir og auðvitað er aðgangur ókeypis, bara svo það sé á hreinu.