Nú hafa ríflega 100 flugur komið fram í Febrúarflugum þetta árið og greinilega mikið líf með hnýturum landsins. Síðastliðið mánudagskvöld var fyrsta hnýtingar- og kynningarkvöldið á vegum Febrúarflugna og Ármanna haldið í Árósum og aðsókn var hreint út sagt frábær. Á fjórða tug hnýtara og áhugamanna um fluguveiði mættu og áttu góða stund saman.

rnNæsta mánudag, 13. febrúar, kemur svo Robert Nowak og sýnir okkur hvernig hann ber sig að við að hnýta sínar glæsilegu flugur og ef við þekkjum hann rétt, þá mun ekki standa á svörum eða ráðleggingum til þeirra sem vilja fræðast af honum. Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið að mæta í Árósa á mánudaginn. Ef að líkum lætur verður þétt setinn bekkurinn við hnýtingarborðið og því eins gott að taka með sér tól og tæki og mæta á slaginu kl. 20.

Að gefnu tilefni skal það tekið fram að hnýtingar- og kynningarkvöldin í Árósum eru öllum opin og allir áhugamenn um flugur og fluguveiði eru hvattir til að mæta, byrjendur jafnt sem lengra komnir.

Þetta kvöld verður Vesturröst líka á staðnum með sýnishorn af vöruúrvali sínu og aldrei að vita hvað þeir draga skemmtilegt fram og sýna okkur, af nógu er að taka í versluninni.

Sömuleiðis verða Ármenn á staðnum, reiðubúnir að uppfræða gesti um starfsemi félagsins, leiðbeina og svara spurningum ef eftir því verður leitað. Tilvalið að kíkja við og grípa með sér eintak af félagsriti Ármanna, Áróð eða kynningarbæklingi um félagið. Nánar má fræðast um starfsemi Ármanna á nýrri heimasíðu þeirra armenn.is

feb2017_armenn

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.