Nú er langt liðið á annan dag Febrúarflugna og þegar hefur mikill fjöldi flugna verið settur inn á viðburðinn á Facebook.
Eins og okkur grunaði, þá eru alls ekki allir áhugamenn um flugur og fluguhnýtingar á Facebook og því höfum við orðið við þeirri áskorun að setja myndir af flugunum inn á FOS.IS Ætlunin er að uppfæra myndasafnið reglulega, en það sem komið er inn má sjá hérna.
Við viljum vekja athygli á að þeir sem ekki eru á Facebook er velkomið að senda okkur myndir með tölvupósti á fos@fos.is