Flýtileiðir

Það er byrjað

Þriðja árið í röð stendur FOS.IS fyrir hnýtingarviðburðinum Febrúarflugur. Eins og áður fer viðburðurinn fram á Facebook þar sem hnýtarar setja inn myndir af þeim flugum sem þeir eru að hnýta og áhugamenn um flugur og fluguhnýtingar geta virt afraksturinn fyrir sér.

Að þessu sinni verður aukið verulega við dagskránna því í samstarfi við Ármenn verða haldin fern hnýtingarkvöld í Árósum, Dugguvogi 13, frá kl. 20 – 22, alla mánudaga í febrúar. Þar gefst gestum kostur á að kynnast handbragði nokkurra þekktra hnýtara, s.s Stefáns Hjaltested, Robert Nowak, Ingvars Ingvarssonar og Hjartar Oddssonar, auk þess sem gestum er boðið að nýta sér aðstöðu Ármanna til hnýtinga og fluguspjalls yfir rjúkandi kaffibolla. Að auki munu styrktaraðilar Febrúarflugna vera á staðnum og kynna hnýtingar- og stangveiðivörur sínar fyrir gestum og gangandi.

fos_februarflugur_logo

Í fyrra bárust hátt í 400 flugur í viðburðinn og vonir okkar standa til að enn fleiri berist að þessu sinni. Ungir og upprennandi hnýtarar eru eindregið hvattir til að leggja sitt að mörkum, sýna flugur sínar og handbragð og njóta leiðsagnar reyndari hnýtara á hnýtingarkvöldunum.

Þess má geta að nöfn nokkurra heppinna þátttakenda verða dregin út í lok mánaðarins og hljóta veglegar viðurkenningar frá styrktaraðilum viðburðarins sem eru Árvík, Flugubúllan, Joakim‘s, Sunray.is, Veiðikortið og Vesturröst.

Allar nánari upplýsingar og dagskrá má nálgast hér á síðunni.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com