Þá er nýtt ár gengið í garð eins og vera ber. Hér á síðunni hefur skapast sú hefð að uppfæra dagatalið þann 1.janúar ár hvert og ekki verður brugðið út frá þeirri hefð. Nýlega kannaði ég hverju gestir síðunnar hafa leitað helst að á umliðnum árum og þá lenti orðið dagatal nokkuð ofarlega á listanum og þessi einstaki liður hefur verið opnaður yfir 25.000 sinnum frá því hann birtist hér fyrst. Það eru því greinilega einhverjir sem nýta sér þetta grúsk mitt að setja gagnlegar upplýsingar fyrir veiðimenn saman í eitt dagatal.

Dagatalið vinn ég með ýmsum reikniformúlum og sameina síðan fyrir hvern dag ársins. Þannig má í dagatalinu finna upplýsingar um alla helstu tillidaga ársins; sólarupprás hvers dags, sólsetur, ásamt tímasetningu og hæð árdegis- og síðdegisflóðs. Innan hvers mánaðar má svo vitaskuld finna upplýsingar um stöðu tungls og þannig stærstu strauma.

Þar sem hér er um útreiknaðar upplýsingar að ræða geta þær vikið frá rauntíma um einhverjar mínútur, en það kemur vonandi ekki að sök. Dagatal ársins 2017 má nálgast hér.

fos_nytt2017

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.