Í lok árs 2016

Í lok árs er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg og geta þess sem gert hefur verið. Inn á fos.is slæddust tæplega 85.000 gestir á árinu. Ef síðan hefði náð 90.000 heimsóknum hefði hún náð hálfri milljón gesta á þeim árum sem hún hefur verið í loftinu, en það náðist ekki alveg nú fyrir áramót. Þessi aðsókn verður samt að teljast nokkuð góð fyrir einn grúskara að ná. Takk, öll þið sem heimsóttuð grúskið mitt á árinu, ég vonast til að geta haldið þessu áfram á næsta ári og reyni sífellt að gera betur.

fos_nytt2017

Það væri reyndar ekki úr vegi að þakka gestum síðunnar á fleiri tungumálum heldur en íslensku því töluverður fjöldi heimsækir hana reglulega frá Bandaríkjunum, Kanada, Noregi, Þýskalandi, Danmörku og Bretlandi svo eitthvað sé nefnt. Margir þessara gesta fylgjast með síðunni á samfélagsmiðlum, s.s. Twitter (64), Facebook (378), G+ (234) og Instagram (125) auk þeirra 58 sem eru áskrifendur að síðunni og fá tölvupóst í hvert skipti sem nýjar færslur birtast.

Á árinu birtust hér tæplega 300 færslur og nú þegar bíða 100 birtingar á næsta ári. Þar á meðal eru nokkrar spennandi flugur til að hnýta, umfjöllun um nokkur vötn og svo ýmislegt annað grúsk. Hér eftir sem hingað til verður allt efni síðunnar aðgengilegt lesendum án endurgjalds. Síðunni hefur aldrei verið ætlað að skapa tekjur og yfirleitt hefur hún þurft einhverja meðgjöf úr vasa eigandans eða velviljaðra auglýsenda sem hafa hlaupið undir bagga og styrkt úthaldið við og við.

fos_feb2017

Á þessu ári stóð fos.is fyrir viðburði á Facebook sem heitir Febrúarflugur þar sem hnýtarar lögðu til 390 flugur á 29 dögum og kepptu um fjölmörg vegleg verðlaun. Með viðburðinum fylgdust á annað hundrað manns og eftir því sem ég hef hlerað þá þótti flestum þetta hin besta skemmtun og því hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn 2017. Áhugasamir geta þegar skráð sig til leiks á Facebook með því að smella hérna. Endanlegt fyrirkomulag viðburðarins er að taka á sig mynd og verður kynnt von bráðar.

Nokkrar tilraunir voru gerðar á árinu sem er að líða til að kalla eftir efni frá áhugasömum; fréttum, upplýsingum um unga og efnilega veiðimenn eða hverju því sem stangveiðifélög og klúbbar vildu koma á framfæri. Undirtektir voru fáar en góðar og því er líkt um þessa síðu og fleiri sem fjalla um veiði, aðstandendur verða mest að útbúa efnið sjálfir. Eftir sem áður er einstaklingum, stangveiðifélögum og fyrirtækjum velkomið að senda mér efni til umfjöllunar eða kynningar, svo fremi það eigi erindi til stangveiðimanna, flugugrúskara og aðra þá sem heimsækja vefinn.

Að lokum vil ég enn og aftur þakka gestum mínum fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða og megi komandi ár verða ykkur öllum farsælt veiðiár.

Kristján Friðriksson

Eitt svar við “Í lok árs 2016”

  1. Þórunn Björk Avatar

    Kærar þakkir sömuleiðis fyrir skemmtilegt og vel framsett efni.

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.