Síðustu viku hef ég bætt inn sex nýjum tölublöðum vefrita hér á síðuna. Þau eru; HookedUp, Magasin Mitt Fiske, NZFisher, Catch, High Country Angler og North 40. Allt eru þetta áhugaverð tímarit, þótt ég hafi mest dálæti á Catch og High Country Angler. Búast má við nokkrum fjölda nýrra tölublaða það sem eftir lifir desember og ég mun gera mitt besta til að vekja athygli á þeim eftir því sem fram vindur.





