Nýjar aflatölur úr Framvötnum, vötnunum sunnar Tungnaár voru að koma á heimasíðu Veiðivatna. Veiðitölurnar byggja á 55 skýrslum sem skilað hafði verið inn til 30. ágúst. Sem fyrr trónir Frostastaðavatn á toppnum með 966 fiska og Ljótipollur í öðru sæti með 192 stk. Það vekur athygli að í Sauðleysuvatni er þyngsti fiskur skráður 2,8 pund sem eru virkilega jákvæðar fréttir þar sem vatnið hefur verið þekkt fyrir allt annað en væna fiska á undanförnum árum. Svipaða sögu er að segja af Hrafnabjargavatni með 1,3 pund þyngst, en þar hafa að vísu aðeins verið veiddir 7 fiskar það sem af er árs. Bæði þessi vötn hafa átt undir högg að sækja sökum ofsetningar bleikju á undanförnum árum, spurning hvort þar sé að komast upp stofn ránbleikju, en eflaust er of snemmt að fjölyrða eitthvað um það.

Löðmundarvatn - stendur í 117 fiskum
Löðmundarvatn stendur í 117 fiskum

Eins og sjá má vantar ekki nema eina góða dagsstöng upp á að Frostastaðavatni fari yfir 1.000 fiska. Eflaust lumar einhver veiðimaður á óskilaðri veiðiskýrslu sem gæti togað tölurnar yfir þúsundið, nú og svo er sumarið alls ekki búið og margir góðir dagar eftir að Fjallabaki. Ef einhver á í fórum sínum skýrslu sem gleymdist að skila, þá geri ég ekki ráð fyrir öðru en henni megi skila með tölvupósti á info(hjá)landmannahellir.is eða hringja tölurnar inn í síma 893-8407

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.