Á vef Veiðivatna má finna frétt af aflabrögðum úr Framvötnum. Tölurnar byggja á veiði frá 24. júní til 9. júlí, en það sem vekur athygli er að aðeins er úr 16 veiðiskýrslum að moða á þessu tímabili. Það kemur engum á óvart að Frostastaðavatn trónir á toppinum með 600 bleikjur, næst kemur Ljótipollur með 28 urriða og Dómadalsvatn með 21 stk. Samtals voru því komnir 649 fiskar upp úr vötnunum þann 9. júlí, en verulega hefur bætt í þessa tölu síðan og Herbjarnarfellsvatn m.a. komið á blað með í það minnsta 4 væna urriða.

Frostastaðavatn
Frostastaðavatn

Í fréttinni eru veiðimenn hvattir til að skila inn veiðiskýrslum í póstkassana við Frostastaðavatn og vegamótum Landmannaleiðar og afleggjara að Landmannahelli. Eins má skila skýrslum til umsjónarmanna við Landmannahelli. Það verður spennandi að sjá hvort skýrslum fjölgi ekki eitthvað eftir þessa hvatningu, skil hafa verið mjög léleg m.v. útgefin leyfi og því verður vart trúað að menn hafi núllað á svæðinu í sumar.
Þess má geta í framhjáhlaupi að skráð heildarveiði 2014 úr Frostastaðavatni voru 624 fiskar og það hefur örugglega verið toppað núna, því inn í tölur ársins vantar m.a. 55 fiska okkar veiðifélaganna úr síðustu ferð. Því miður hafa aflatölur fyrir 2015 ekki verið birtar ennþá.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.