Um síðustu helgi var ég svo heppinn að verða vitni að frábærri mætingu félagsmanna Stangveiðifélags Borgarness á Fjölskyldudag við Hlíðarvatn í Hnappadal. Þetta ‚litla‘ félag hefur á undanförnum árum byggt upp glæsilega aðstöðu við þetta rómaða vatn. Veiðihús þeirra félaga, Jónsbúð var reist árið 2010 og nú nýverið var smiðshöggið rekið á aðstöðuna með uppsetningu á vönduðu aðgerðarborði þar á staðnum. Fleiri stangveiðifélög mættu taka sér þetta til fyrirmyndar, það er allt of oft að veiðimenn þurfa að bograst í aðgerð úti í móa og vita svo ekkert hvað á að gera við úrganginn eftir aðgerð.

Hlíðarvatn í Hnappadal
Hlíðarvatn í Hnappadal

Það var allt sem lagðist á eitt að gera Fjölskyldudaginn að vel heppnaðri samkomu, veðrið lék við veiðimenn og vatn og flestir, ef ekki allir af tæplega 30 gestum dagsins fóru heim með fisk í lok dags.
Eins og áður hefur komið hér fram, þá átti fiskurinn í Hlíðarvatni nokkuð undir högg að sækja fyrir nokkrum árum, en nú hefur hann heldur betur rétt úr kútnum og mikið er af vænum urriða og bleikju í vatninu. Vatnið er nokkuð sérstakt að því leitinu til að vatnsborð þess getur lækkað mikið frá vori til hausts og þetta sumar ætlar vatnsstaðan að vera nokkuð undir meðallagi. Þessar sveiflur í vatnshæð gefa veiðimönnum færi á að kanna veiðistaði sem að öllu jöfnu eru ekki aðgengilegir að vori þegar vatnshæð er í hámarki. Þetta fékk ég að reyna um síðustu helgi þegar við veiðifélagarnir gerðum góða veiði ásamt fleirum við vatnið.

Jónsbúð við Hlíðarvatn - mynd: SVFB
Jónsbúð við Hlíðarvatn – mynd: SVFB

Það veiðisvæði sem Stangveiðifélag Borgarness hefur á leigu er fyrir landi Hraunholta og nær frá vesturbakka vatnsins inn að Álftatanga. Stangafjöldi er ekki takmarkaður á svæði SVFB, enn sem komið er og því tilvalið að hafa þetta svæði í huga þegar stórfjölskyldur vilja taka sig saman um veiðidag eða helgi. Það er einmitt eitt af áhersluatriðum SVFB að skapa félagsmönnum sínum aðstöðu og tækifæri til þess að komast í fjölskylduvæna veiði á viðráðanlegu verði og það hefur svo sannanlega tekist við Hlíðarvatn. Veiðileyfi er hægt að kaupa hjá Sigurði Helgasyni að Hraunholtum og SVFB leigir veiðihúsið til utanfélagsmanna á 5.000,- kr. virka daga og 6.000,- kr. nóttina um helgar. Húsið er einstaklega haganlega byggt, vandað og snyrtilegt og fellur vel að umhverfinu. Hægt er að senda fyrirspurnir um lausa daga og panta veiðihúsið með því að senda póst á svfb310@gmail.com  Félagsmönnum SVFB býðst síðan að kaupa árskort í vatnið og nýta sér gæði þess eins og hverjum hentar yfir sumarið.

Þess ber að geta að upplýsingar um vatnið hér á síðunni hafa verið uppfærðar og nýtt kort með þekktum veiðistöðum útbúið.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.