Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 26. júní. Þennan dag er landsmönnum boðið að veiða í 29 vötnum, víðsvegar um landið. Það er að venju Landsssamband Stangaveiðifélaga sem bíður til þessa og í ár verða eftirtalin vötn í boði;
Austurlandi – Langavatn í landi Staffells, Urriðavatn í Fellum, Þveit, Víkurflóð
Suðurlandi – Eyrarvatn, Geitabergsvatn, Þórisstaðavatn, Meðalfellsvatn, Elliðavatn, Þingvallavatn (þjóðgarðurinn), Gíslholtsvatn, Úlfljótsvatn
Vesturlandi – Syðridalsvatn, Vatnsdalsvatn, Langavatn á Mýrum, Hítarvatn, Haukadalsvatn, Hraunsfjörður, Hraunsfjarðarvatn, Baulárvallavatn
Norðurlandi – Hópið, Botnsvatn, Ljósavatn, Höfðavatn, Hraunhafnarvatn, Arnarvatn, Æðarvatn, Kringluvatn, Sléttuhlíðarvatn
FOS.IS hvetur alla sem vettlingi geta valdið að nýta sér þetta tækifæri til að kanna ný vötn eða endurnýja eldri kynni og endilega takið ungviðið með ykkur, það er aldrei of snemmt að koma þeim á bragðið.