Sunnudaginn 12. júní verður haldið upp á hinn árlega Hlíðarvatnsdag í Selvoginum. Undanfarin ár hefur verið gestkvæmt í Selvoginum í lok ágúst, en þetta árið verður dagurinn haldin hátíðlegur nú í júní.

Þennan dag bjóða veiðifélögin gestum og gangandi til veiði í vatninu og ef að líkum lætur gefst mörgum kostur á að smakka einhverja bestu bleikju landsins næsta sunnudagskvöld. Vatnið hefur farið einstaklega vel af stað þetta árið, veiði verið góð og fiskurinn einstaklega vænn og vel haldinn.

Hlíðarvatn í Selvogi
Hlíðarvatn í Selvogi

Þeim sem hafa áhuga á að kynnast þessu frábæra veiðivatni er bent á að hér má nálgast ágætar leiðbeiningar um flugur og veiðistaði sem teknar voru saman í bækling árið 2012. Veiðifélögin sem standa að Hlíðarvatnsdeginum eru; Stangaveiðifélagið Stakkavík, Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar, Stangaveiðifélag Selfoss, Ármenn og Stangaveiðifélagið Árblik. Veiðihús þessara félaga verða vel mönnuð á sunnudaginn, kaffi á könnunni og nægar tröllasögur til áheyrnar.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.