Veiðimaðurinn – Ólafur Arndal Reynisson

Þegar veiðimenn smitast af bakteríunni á unga aldri er eins gott að einhver nákominn sé þeim innan handar og styðjið við áhugann og leiði menn örlítið áfram. Sem betur fer er það frekar regla heldur en undantekning að foreldrar, afar eða ömmur eru tilbúin að skjótast í veiði með ungviðinu. Við náðum taki á einum ungum veiðimanni sem hefur notið margra góðra stunda við veiði með fjölskyldu sinni og spurðumst fyrir um kveikjuna að veiðiáhuganum.

– Það voru nú pabbi og mamma sem kveiktu hjá mér áhugann með því að gefa mér veiðistöng þegar ég var 3ja eða 4ra ára, svarar Ólafur Arndal Reynisson, 17 ára námsmaður í FB.

Vænn urriði
Vænn urriði hjá Ólafi

Það hefur væntanlega verið kaststöng?

– Já, þessi líka flotta Batmann-stöng með ýmsum fylgihlutum í boxi þannig að ég kæmist með pabba í veiði.

Hann er þá svolítið í veiðinni líka?

– Já, hann stundar skot- og stangveiði á milli þess sem hann stikar upp um fjöll og firnindi. Hann hefur verið minn kennari, jú og aðrir ættingjar sem ég hef farið með í veiði.

Nú átt þú heima hérna á höfuðborgarsvæðinu, ferðu helst að veiða á þessu horni landsins?

– Nei, alls ekki. Pabbi er ættaður úr Öxarfirðinum og við förum oft norður og veiðum þar í grennd, helst norður á Melrakkasléttu þar sem annað uppáhalds vatnið mitt er einmitt, Æðarvatn. Þar hef ég sett í mína stærstu fiska og ýmislegt skemmtilegt gerst, eins og þegar pabbi stakk sér á eftir veiðistönginni minni þegar 5 punda urriði tók hana út. Það er hægt að hlæja að þessu, svona eftirá.

Þú nefnir það sem annað uppáhalds vatnið þitt, hvert er hitt?

– Það er reyndar vatn hérna í grenndinni sem ég heimsæki stundum með pabba, Stíflisdalsvatn við Kjósaskarð, frábært vatn og flottir fiskar. Pabbi þekki þar landeiganda og við fáum að kíkja annars lagið í vatnið.

Flottur afli úr Æðarvötnum
Flottur afli úr Æðarvatni

Fyrsta stöngin þín var kaststöng, hefur þú haldið þig við kaststöngina eða veiðir þú eitthvað á flugu?

– Nei, ég veiði mest á maðk eða spún í vötnunum. Annars hef ég líka farið á sjóstöng og leiðist það heldur ekki.

Þið feðgar farið væntanlega eitthvað í veiði í sumar?

– Já, það vona ég svo sannanlega, það er alltaf smá metingur í okkur og ég þarf eiginlega að ná fleiri fiskum heldur en sá gamli í sumar.

Á sjóstöng
Á sjóstöng

Við þökkum Ólafi fyrir samtalið og óskum þeim feðgum góðrar skemmtunar í sumar.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com