Þegar þetta er skrifað er fyrsta vakt sumarsins í Hlíðarvatni að ljúka veiði hjá Ármönnum. Það er mál manna að sjaldan, ef þá í nokkurn tíma hefur vatnið farið af stað með öðrum eins hvelli. Útlit er fyrir að dagurinn endi í ríflega 60 fiskum hjá Ármönnum. Næsta vakt var að bókast upp en ótrúlegt en satt; allar þrjár stangirnar sem hefja veiði kl.18 á morgun (mánudag) eru lausar. Fyrstir koma, fyrsti fá á leyfi.is
Aðspurður um veiðina í dag, sagði Árni Þór formaður Ármanna, að þetta hefði verið ævintýri líkast. Fiskur að taka flugu út um allt vatn, feitar og flottar bleikjur sem voru stútfullar af toppflugu og bobbum. Nóg æti í vatninu greinilega og vinsælustu flugurnar; Teal and Black, ýmsar púpur og eiginlega bara allt.
Undirritaður má ekkert vera að þessu lengur, farinn í Selvoginn og verð þar næstu 24 klst. Okey, bæ.