Flýtileiðir

Uppruni agnhalds

Að veiða og sleppa hefur færst mjög í aukana hin síðari ár. Veiðimálastofnun og fleiri mæla með agnahaldslausum önglum fyrir VogS. Eins og ég hef áður sagt hér frá er ég sjálfur ekki alveg eins sannfærður um ágæti agnahaldslausra öngla þegar kemur að VogS, en það er önnur saga sem lesa má hér.

Um daginn var ég á einhverju internetráfi og rakst þá á skondna grein úr Þjóðviljanum frá árinu 1939 sem ég leyfi mér að endurbirta hérna í tilefni þess að nú í byrjun vertíðar fær umræðan um VogS væntanlega byr undir báða vængi, enn eitt skiptið.

Sú gamansaga var sögð víða í fiskiverum í Noregi, að agnhaldið á önglinum væri uppfundið af kölska. Sagan er á þessa leið: Eitt sinn fyrr, á tímum voru mennirnir svo góðir og guðhræddir að allir fengu að enduðu Jarðlifi eilífa sáluhjálp, svo við sjálft lá að ríki kölska legðist í auðn söktun syndleysi mannanna. Sá gamli sá, að slíkt gat ekki gengið og kallaði alla púka sína á ráðstefnu um hvernig skyldi viðhalda og efla „rikið“! Eftir miklar bollaleggingar stendur einn púkinn upp og segir: Ég vil að fundið sé upp eitthvað, sem gerir fiskimönnum mikið gagn og þeir ekki geta verið án, en um leið ýfir skap þeirra og kemur þeim til að bölva og ákalla höfðingjann. Þegar kölski heyrði þessa uppástungu hló hann hátt og sagði: Verði agnhald á öngli! og svo varð. Agnhaldið heldur beitunni á önglinum, en veldur um leið miklum flækjum, sem seinka vinnu og ergja skapsmunina sem framleiða blótsyrði. Síðan hefur ekki heyrst að kölski hafi orðið hræddur um eyð- ingu ríkis síns.

fos_vintagehook

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com