Sleppingar

Fiskur í hendi
Fiskur í hendi

Nú síðla vetrar hafa verið nokkrar umræður um ‚veiða og sleppa‘ á viðkvæmum fiskistofnum í Íslenskum vötnum, með sérstakri áherslu á Þingvallavatn og urriða þess. Öll umræða um sleppiskyldu í ám og vötnum er góðra gjalda verð, en engin stefna er svo góð að ekki megi ræða hana opinskátt án skætings.

Í gegnum tíðina hef ég alltaf tekið þann pól í hæðina að velja út frá eigin forsendum hvort ég sleppi fiski sem ég hef náð í. Sjálfum þykir mér óþægilegt að veiða undir þeirri kvöð að ég þurfi að sleppa öllum fiski eða af ákveðinni stærð sem hefur tekið flugu hjá mér. Ég einfaldlega trúi því ekki að fiskur geti fari óskaddaður frá öngli hvort sem hann sé fiðraður eða hangi aftan í málmspjaldi. Ég hef aldrei geta tekið neinum þeim rökum sem segja að fiskurinn finni ekki eða verði ekki fyrir neinum óþægindum ef hann aðeins tekur agnið með ákveðnum hætti eða á ákveðnum stað í kjaftinum, alveg sama hvort öngull sé með agnhaldi eða ekki. Reyndir veiðimenn og náttúrutalentar í veiði hafa bent á þann annmarka agnahaldslausra öngla að þeir geta stungist oft og mörgu sinnum í hold fisksins í sömu tökunni og því skaðað hann meira heldur en þeir með agnhaldi.

Sem sagt; ég hef valið að sneiða hjá þeim stöðum þar sem er sleppiskylda, annað hvort alfarið eða þá þeim stöðum sem ákveðinn fiskur heldur sig á. En það er ekki þar með sagt að ég geti ekki sleppi ekki, langt því frá. Ég sleppi stórum hluta þess fisks sem ég veiði, en ég sleppi á mínum forsendum og eftir minni sannfæringu, ég hef ekki á neinu öðru að byggja. Ég hef verið svo lukkulegur að halda á mörgum fiski í greip mér í gegnum tíðina. Fyrst fór ég nokkuð grimmt í þá með hendinni og skeytti litlu um það hvar og hvernig ég tók á þeim, ég vildi bara vera alveg öruggur um að missa hann ekki. Þetta háttarlag slípast nú yfirleitt af mönnum og með tíð og tíma fór ég að vanda mig meira, slakaði aðeins á því það þarf alls ekki að kyrkja fiskinn til að halda honum.

Í dag tek ég ekki á fiski öðruvísi en í gegnum bómullarnetið í háfnum mínum og með höndina vel vota. Og þegar ég segi, tek á þá er það meira svona að halda við heldur en taka á. Fyrsta sem ég geri er að skyggnast eftir því hvar í fiskinum flugan er staðsett. Ef hún stendur vel út úr munnviki hans þá er ég ekkert að eyða tíma í að fálma eftir tönginni, ég nota fingurna og er oftar en ekki búinn að losa fluguna á skemmri tíma heldur en það tekur mig að finna töngina og munda hana rétt.

Og nei, ég er ekki með stöngina í kjaftinum þannig að öll vörumerki snúi fram, rekandi fiskinn upp í linsu aðvífandi myndavélar. Stöngin er einfaldlega klemmd undir handlegg og fiskurinn er enn í vatninu og fer ekkert þaðan ef mér sýnist sem svo að sleppa honum. En hann verður að sýna þess merki að hann sé klár í sleppingu. Það er kannski einhver ímyndum í mér, en mér finnst að maður geti mælt lífsmörk fisks svolítið í gegnum fingurgómana. Heilbrigður fiskur sendir frá sé ákveðin skilboð sem veiðimenn læra að lesa í með tímanum, skilboð sem segja; Já, takk. Ég er nægjanlega hress og til í frelsið mitt.

Eitt svar við “Sleppingar”

  1. Uppruni agnhalds – FOS Avatar

    […] Að veiða og sleppa hefur færst mjög í aukana hin síðari ár. Veiðimálastofnun og fleiri mæla með agnahaldslausum önglum fyrir VogS. Eins og ég hef áður sagt hér frá er ég sjálfur ekki alveg eins sannfærður um ágæti agnahaldslausra öngla þegar kemur að VogS, en það er önnur saga sem lesa má hér. […]

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.