Flýtileiðir

Veiðimaðurinn – Örvar Óli Björgvinsson

Í nýliðnum febrúar vöktu nokkrir ungir og efnilegir hnýtarar mikla athygli í Febrúarflugum fyrir snyrtilegar flugur, flott handbragð og hugmyndaauðgi. Einn þessara hnýtara er Örvar Óli Björgvinsson, 17 ára Reykvíkingur sem hefur stundað stangveiði af miklum áhuga frá unga aldri og fljótlega tók hann sæti pabba síns við væsinn á vetrum og er nú svo komið að sá gamli þarf ekkert að hnýta sjálfur, segir sjálfur að strákurinn hnýti miklu betur en hann sjálfur.

Mér lék forvitni á að heyra meira af veiðiáhuga Örvars Óla og fékk hann því til að svara nokkrum spurningum. Fyrst svaraði Örvar Óli því hvernig áhuginn hafi vaknað;

Örvar Óli með einn 6 p úr Leirvogsá
Örvar Óli með einn 6 p úr Leirvogsá

– Ég fór fyrst í veiði í Reynisvatni 6 ára með flotholti og flugu eða orm. Fór síðan í ýmsa veiði með pabba, hingað og þangað svo sem í  Hraunsfjörðinn, Haukdalsvatn, Svínavatn í Húnavatnssýslu og í Svínadalinn; Þórisstaðavatn svo einhver séu nefnd. Svo fór ég í nokkrar ár með pabba; Vatnsdalsá, Glerá í Dölum, Fnjóská, Brúará, Hvítá og Skógá.  Við pabbi förum ennþá saman í veiði, t.d. í fyrrasumar fórum við í Skógá, Straumana.

En hvað með hversdagsveiði, eitthvað í grennd við Reykjavík?

– Það er ekki hægt að segja annað en ég hafi fengið góðan stuðning frá foreldrum mínum í þessum veiðiáhuga mínum.  Mamma hefur haldið úti áætlunarferðum í vötnin í kringum Reykjavík í nokkur ár og pabbi hefur tekið mig með í veiði þegar hann hefur getað, en hann hefur einnig mikinn veiðiáhuga.

Flott bleikja úr Vífilsstaðavatni
Flott bleikja úr Vífilsstaðavatni

Þú segir að þú hafir byrjað á maðk eða með flugu undir flotholti, hvenær kviknaði svo áhuginn á fluguveiði?

– Ég fékkst fyrstu flugustöngina í jólagjöf 10 ára, hana á ég ennþá og líka hjólið, en hún hefur samt vikið fyrir nýrri og ‚betri‘ græjum. Ég fór í fluguveiðiskólann í Elliðavatni,  fyrst 10 ára og svo aftur 11 ára og síðan þá hef ég eiginlega ekki lagt frá mér flugustöngina. Svo byrjaði ég hnýta flugur 11 ára eða fyrir 6 árum síðan og lærði mest af því að skoða kennslumyndbönd og á Youtube. Það var svo fyrir 2-3 árum að ég setti alvöru í þetta og fór að hnýta betur.  Það leiddi  svo út í það að hnýta í pantanir hjá vinum og ættingjum.

Þú segir að vinir og ættingjar séu að panta hjá þér flugur, er svolítið að gera í þessu?

– Tja, ég hef verið að hnýta fyrir vini mína sem eru einnig að vinna við leiðsögn, en svo týni ég líka orma og sel. Jú, ég hef ágætt upp úr þessu en það má alltaf bæt í hnýtingarnar.

En hvað er þetta eiginlega með stangveiðina, er þetta ekki bara eitthvað fyrir gamla karla og kerlingar?

– Í gegnum veiðiáhugann hef ég kynnst mikið af góðu fólki og t.d. nokkrum ‚gömlum‘ veiðimönnum sem hafa kennt mér á Elliðavatn með góðum árangri.  Þá eru sumir af mínum bestu vinum í dag í veiði líka og með þeim hef ég farið í veiði hér í kring s.s. Leirvogsá og Þingvallavatn. 

Þú hefur nefnt nokkra veiðistaði sem þú hefur prófað, hverjir eru í uppáhaldi?

– Við verðum eiginlega að skipta þessu á milli silungsveiði og laxveiði. Uppáhalds vötnin eru Elliðavatn og Þingvallavatn  og uppáhalds laxveiðiárnar eru Leirvogsá og Skógá.

Heimasæta Örvars Óla
Heimasæta Örvars Óla

Nú áttir þú nokkrar mjög flottar flugur í Febrúarflugum, voru það uppáhalds flugurnar?

oob_blackghost– Nei, eiginlega ekki. Mínar uppáhalds eru; Krókurinn og Rauður Frances en svo er Friggi hrikalega skæður og hefur gefið vel.

Við þökkum Örvari Óla Björgvinssyni kærlega fyrir spjallið og vonum að veiðigyðjan verði honum hliðholl í sumar.

Eitt er víst að ungir veiðimenn eins og Örvar Óli eru öðru ungi fólki hvatning til að stíga örlítið út fyrir þægindahringinn, kanna eitthvað nýtt og láta að sé kveða á nýjum vettvangi.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com