Þetta árið var bryddað upp á þeirri nýbreytni að leita stuðnings einstaklinga og fyrirtækja og veita viðurkenningar í þremur flokkum, þeim flugum sem þóttu skara fram úr innsendum flugum. Sitt sýnist hverjum um þessa ákvörðun, en eftir stendur að markmið Febrúarflugna náðist og það var að gefa hnýturum tækifæri á að sjá og sýna þær flugur sem er verið að hnýta fyrir komandi sumar. Fjöldi þeirra sem fylgdust með viðburðinum var með eindæmum og þeir gátu virt fyrir sér 390 flugur sem bárust frá 40 hnýturum.

Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum sem lögðu sitt að mörkum; hnýturum, fylgjendum og síðast en ekki síst styrktaraðilum fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum vikum. Kærar þakkir fyrir, ég held að ég hafi uppskorið stærstu verðlaunin, ánægjuna af þessu stússi í febrúar og allar kveðjurnar frá þátttakendum og þeim sem fylgdust með.

Beittasta vopnið: Sú fluga sem menn hafa mesta trú á fyrir komandi sumar.

Fallegasta flugan: Sú fluga sem þykir fallegust að lögun, lit og handbragði.

Nýliði ársins: Sú fluga sem þykir glæsilegust af frumsömdum flugum þátttakenda.

Vinningar og styrktaraðilar

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.