Á morgun, laugardaginn 27. febrúar verður opið hús í Árósum, félagsheimili Ármanna, að Dugguvogi 13 í tengslum við Febrúarflugur 2016. Fyrir þá sem hafa aldrei barið félagsheimilið augum, þá lítur það svona út að utan. Húsið opnar kl.14 og verður opið í það minnsta til kl.16 og þá gefst öllum kostur á að sjá það að innan líka.

arosar
Árósar, Dugguvogi 13 – Smelltu á myndina til að opna kort

Á þessu opna húsi Ármanna og FOS gefst gestum kostur á að kynna sér starfsemi Ármanna, hnýta flugur og spjalla um flugur og fluguhnýtingar við jafnt reynda sem óreynda fluguveiðimenn.

Myndum af þeim hátt í 400 flugum sem borist hafa á viðburðinn verður varpað á skjá og eflaust verða einhverjar þeirra mönnum innblástur fyrir hnýtingarnar.

Efnt verður til fluguskipta þar sem þeim sem hug hafa á er boðið að leggja 10 flugur í púkk og fara síðan heim með einhverjar allt aðrar 10 í farteskinu í lok dags.

Að sjálfsögðu eru allir áhugamenn um flugur og fluguveiði velkomnir, óháð því hvort þeir hafi tekið þátt í viðburðinum eða ekki. Kaffiveitingar og góður félagsskapur á staðnum eins og Ármönnum einum er lagið.

Til þeirra sem ekki eru með Facebook aðgang og hafa því ekki tök á að setja flugur á viðburðinn, ekki hika við að senda okkur tölvupóst með mynd, nafni og lýsingu á flugunni og FOS sér um að koma flugunni til skila á viðburðinn. Póstfangið okkar er: fos@fos.is

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.