Laugardaginn 27. febrúar verður opið hús í Árósum, félagsheimili Ármanna, að Dugguvogi 13. Húsið opnar kl.14 og verður opið í það minnsta til kl.16, lengur ef sá gállinn er á gestum. Á þessu opna húsi gefst gestum kostur á að kynna sér starfsemi Ármanna, hnýta flugur og spjalla um flugur og fluguhnýtingar við jafnt reynda sem óreynda fluguveiðimenn. Efnt verður til fluguskipta þar sem þeim sem hug hafa á er boðið að leggja 10 flugur í púkk og fara síðan heim með einhverjar allt aðrar 10 í farteskinu í lok dags. Að sjálfsögðu eru allir áhugamenn um flugur og fluguveiði velkomnir á þetta opna hús, óháð því hvort þeir hafi tekið þátt í Febrúarflugum eða ekki. Kaffiveitingar og góður félagsskapur á staðnum eins og Ármönnum einum er lagið.

febArmenn

Nánari upplýsingar um dagskrá Febrúarflugna, síðustu skil og tímasetningu atkvæðagreiðslunnar er að finna hérna.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.