veidistadavefyr_logoÞann 15. janúar opnar Veiðistaðavefurinn á slóðinni http://www.veidistadir.is/  Stefnt er að því að vefurinn innihaldi helstu upplýsingar um alla veiðistaði á Íslandi. Metnaðarfullt átak þeirra sem að vefnum standa, en af því sem ég hef séð af vefnum er óhætt að segja að vel hefur til tekist.

Nú þegar eru skráðir ríflega 300 veiðistaðir á vefinn og áður en yfir líkur verða þeir á bilinu 400 – 500. Fyrir hvern veiðistað má nálgast ýmsar upplýsingar, s.s. veiðileyfi, vinsælar flugur, nákvæma staðsetningu og veiðitölur. Með tíð og tíma eykst síðan tengt efni því kunnugir geta gefið hverjum veiðistað umsögn og stjörnur skv. eigin reynslu og upplifun.

Um þessar mundir og fram til loka febrúar efnir Veiðistaðavefurinn til ljósmyndakeppni meðal veiðimanna þar sem keppt er í ýmsum flokkum. Vegleg verðlaun eru í boði, allt frá völdum silungaflugum og upp í veiðileyfi í Minni-Vallalæk. Áhugasamir geta sent inn myndir í skilaboðum á Facebook síðu vefsins eða með því að senda tölvupóst á myndakeppni@veidistadir.is

veidistadavefur_ljosmyndir

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.