Spjallhópar um stangveiði eru engin ný bóla. Til eru nokkrir hópar á samfélagsmiðlum sem hafa náð að skjóta rótum svo um munar, aðrir verða skammlífari eins og gengur. Margir þessara hópa hafa misst flugið eftir að trukkar hafa farið þar hamförum og valtað yfir aðra meðlimi eða úthrópað innlegg þeirra. Aðrir hópar hafa einfaldlega dagað uppi en góðir hópar lifa svo lengi sem umræður á þeim eru áhugaverðar, fjölbreyttar og haldið á siðuðum nótum.

Flugur og skröksögur hafa nú sett á fót hóp á Facebook með það fyrir augum að meðlimir geti sett þar inn hverja þá fyrirspurn sem þeim dettur í hug sem tengist stangveiði. Því fleiri sem taka þátt í hópinum, því meiri líkur eru á að fá góð og gild svör við jafnt einföldum sem flóknum spurningum. Vel að merkja, það er engin spurning heimskuleg, nema þá sú sem aldrei var lögð fram.

Það er von okkar að væntanlegum meðlimum hópsins takist að halda umræðum á siðuðum nótum, gæti orðavals og sýni almenna kurteisi í samskiptum, rétt eins og í samræðum manna í millum á förnum vegi.

Því miður hafa margir góðir spjallhópar og vefir liðið undir lok í gegnum tíðina vegna óhóflegra auglýsinga, beinna og óbeinna. Hér verða engar hótanir hafðar uppi um brottvísun meðlima, fjarlægingu innleggja eða aðra ritskoðun. Auglýsingar eiga einfaldlega ekki heima í þessum hópi. Honum er ætlað að vera vettvangur þeirra sem hafa áhuga á stangveiði sem áhugamáli, ekki atvinnu- eða tekjuöflun. Meðlimir eru beðnir að virða þetta.

Áhugasamir geta tekið þátt í hópinum með því að smella hérna og um að gera að bjóða áhugasömum vinum að vera með.

fos_header.jpg

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.