fos_appetite_smallSíðustu daga höfum við verið að breyta útliti vefsins töluvert. Markmiðið með þessum breytingum var helst að styðja betur við farsíma og spjaldtölvur, nokkuð sem fyrri vefur gerði ekki nægjanlega vel. Nú hefur nærri allt efni vefsins, tæplega 1000 greinar og síður, verið yfirfarnar og aðlagaðar nýju útliti eins og unnt er.

Smávæginlegar breytingar voru gerðar á virkni vefsins. M.a. er nú hægt að skoða allar færslur vefsins í fullri lengd á einni síðu (FÆRSLUR) í stað smámyndar og úrdráttar áður.  Allir yfirflokkar efnis hafa verið settir á forsíðuna með smámyndum, en sem fyrr er hægt að opna hvern flokk sérstaklega í valmyndinni efst á skjánum. Valmyndin var einnig lagfærð þannig að hún á sér nú fastan samastað, efst á síðunni, sama hvert vafrað er á vefnum.

Einn af stærstu kostum þessa nýja útlits er að nú getum við sett stærri myndir með efninu og einkennt hverja grein með sérstakri mynd í haus. Þennan kost ætlum við að nýta okkur í meira mæli framvegis en nú þegar hefur fjölda mynda verið bætt við umfjöllun um (VÖTNIN).

Svo fékk hitt barnið, Vatnaveiði -árið um kring smá pláss á forsíðunni þar sem við birtum úrdrætti úr umsögnum bókarinnar sem komið hafa fram.

Með þessari breytingu vonumst við til að gestir síðunnar verði enn sáttari og eigi auðveldar með að finna og nýta sér efni hennar.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.