Annað slagið fara veiðimenn á stjá, skoða sig um í heiminum og þá ekki síst veiðivöruverslanir. Síðast liðið haust var ég á ferð í London og gerði mér ferð niður á Regent Street og Pall Mall og heimsótti þær tvær veiðivöruverslanir sem helst eru nefndar þar í bæ; Orvis og Farlows.

Ég hafði svo sem heyrt af ákveðnum vonbrigðum manna með þessar verslanir þannig að ég gerði mér ekkert háar hugmyndir um þær svona fyrirfram, sem var kannski eins gott. Ekki kemur mér til hugar að gera lítið úr eða tala niður til þessara verslana, en mikið ósköp getum við nú vel við unað með allar okkar veiðivöruverslanir hérna heima.

Í fljótu bragði telst mér til að á Íslandi séu vel á þriðja tug veiðivöruverslana og flestar þeirra eru með allgott úrval af klæðnaði, veiðigræjum og öðrum útbúnaði. Margar þeirra bjóða einnig uppá gott eða þokkalegt úrval hnýtingarefnis, þannig að flugunördum er einnig bjargað. Auk þessara verslana eru svo nokkrar vefverslanir og smærri aðilar sem margir hverjir bjóða upp á fínustu vörur á hagstæðu verði. Ef allt er nú talið til, þá er hér ein verslun fyrir hverja 10.000 íbúa, svona um það bil og flestar þeirra með sama eða betra úrval af vörum heldur en þær stöllur í London. Þetta á við flest nema fatnað, þar skara verslanirnar í London framúr þeim íslensku. En minna má það nú vera, báðar búðirnar nýta örugglega 75% af gólfplássinu undir fatnað, allt frá fingravettlingum upp í klassísk Tweed jakkaföt og svo utan yfir- og innan undir fatnað af öllum gerðum.

Orvis og Farlows
Orvis og Farlows

Ef einhvern langar í valkvíðakast í innkaupum á veiðifatnaði, þá getið þið heimsótt Orvis á Regent Street 11 eða Farlows á Pall Mall 9. Þið hinir getið bara sparað ykkur sporinn og skroppið út í næstu veiðivöruverslun hér heima og sótt það sem ykkur vantar, oftast.

Veiðivöruverslanir á Íslandi; takk fyrir frábært vöruúrval, þið fáið klapp á bakið frá mér.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.