Ármenn ætla að opna dyr félagsheimilis síns, Árósa upp á gátt miðvikudagskvöldið 21.okt. kl. 20:00 og bjóða öllum að kynna sér það góða starf sem fer fram í þessu eina fluguveiðifélagi Íslands.

Í grófum dráttum verður starf Ármann í vetur með svipuðu sniði og undanfarin ár. Ármenn hittast á mánudagskvöldum á ‘Skegg og skott’ þar sem hnýtt er á öngla og í veiðifélaga en á miðvikudagskvöldum er opið hús og yfirleitt einhverjir áhugaverðir fyrirlestrar eða kynningar á döfinni. Dagskrá þessara kvölda hefst stundvíslega kl.20:00, báða dagana.

Ármenn er félagsskapur fluguveiðimanna sem berst lítt á og hugsa fyrst og fremst um að eiga gott sambýli við allt sem að veiðum lýtur. Félagið var stofna árið 1973 og er ennþá eina fluguveiðifélag landsins. Af eigin reynslu get ég eindregið mælt með þessum félagsskap. Ármenn eru höfðingjar heim að sækja, taka sjálfa sig mátulega alvarlega en eru alltaf reiðubúnir að leiðbeina hvorir öðrum þegar á reynir.

fos_armenn_banner

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.