Hinn árlegi Urriðadans í Öxará verður n.k. laugardag, 17. október. Að venju mun Jóhannes Sturlaugsson leiða gesti og gangandi  í allan sannleikann um hegðun og atferli urriðans í Þingvallavatni. Kynningin hefst kl.14 við bílastæðið þar sem Valhöll stóð, gengið verður að teljaranum við brúnna og þaðan upp með ánni þar sem valdir höfðingjar og húsfreyjur Þingvalla verða til sýnis.

Þeir sem tök hafa á eru hvattir til að mæta á staðinn og njóta þess sem fyrir augu og eyru ber.

Urriði í Öxará
Urriði í Öxará