Ætli það sé ekki óhætt að leggja árar í bát þetta árið og segja vertíðinni lokið. Litið um öxl má sjá að sumarið hafi látið bíða svolítið eftir sér. Fyrsti dagur í veiði hjá mér hefur yfirleitt verið 1. eða 3. apríl, ekki mikið síðar og þetta árið varð sá 3. fyrir valinu. Eins og nærri má geta var ekki mikið um afla upp úr ísnum við Meðalfellsvatn og langt var í næstu veiðiferð, 9. maí og næstum jafn langt í þar næstu, 30. maí.
Í gegnum tíðina hefur ágætur kunningi minn haft þann sið að telja upp konunga Danmerkur í hvert skipti sem við sjáumst að vori, jafn marga og fisklausar veiðiferðir mínar. Hæst hefur hann komist í Kristján XIII (sem er víst ekki enn sestur á valdastól) en þetta árið hefði hann aðeins náð Kristjáni II (ríkti 1513 – 1523) Fyrsti fiskur sumarsins kom á land 9.maí á silungasvæði Elliðaáa og þá var vorið eiginlega alveg að ganga í garð og eftir það fóru aflatölur að rétta úr sér.

This slideshow requires JavaScript.

Heilt yfir var sumarið eitt það besta hjá mér frá upphafi. 20 veiðiferðir færðu mér 144 bleikjur og 28 urriða sem verður að teljast alveg ágætt. Meðaltalið í ferð voru því 8,6 fiskar og þá eru nokkrar núll-ferðir taldar.
Vetrardagskrá FOS verður með nokkuð hefðbundnum hætti. Fljótlega fara reglulegar greinar að birtast á vefnum um hin og þessi málefni sem mér eru hugleikin. Niðurstöður úr nokkrum tilraunum sem gerðar voru í sumar og eitthvað sem ég hef lært því maður lærir svo lengi sem veiðir.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.